Náttúrulega 1

113 Náttúrulega 1 │ 4. kafli Ólík ský myndast við mismunandi aðstæður og geta boðað breytingar í veðri. Margir kannast við þegar ský grána að von sé á rigningu. Fylgist með veðurspá á ykkar landshluta og athugið hversu nákvæm hún reynist. Nokkuð auðvelt er að skoða vindátt og úrkomu án þess að nota sérstök mælitæki en einnig er hægt að nota hitamæla, rakamæla og fleiri nákvæm tæki ef skólinn lumar á slíkum búnaði. Einnig er hægt að mæla hvort það sé heiðskírt, léttskýjað eða skýjað og skrá hvernig ský sjást á himni. VEÐURMÆLING TILRAUN PRÓFAÐU!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=