Náttúrulega 1
110 Náttúrulega 1 │ 4. kafli Margir finna fyrir hellu í eyrum þegar þeir fara í flug eða keyra um fjallsheiðar. Það gerist vegna þess að það verður breyting á loftþrýstingi. Yfir vetrartímann er algengt að heyra að það sé lægð yfir landinu. Það þýðir að loftþrýstingur er lægri en venjulega. Það veldur því að veðrið einkennist af roki og rigningu. Því lægri sem loftþrýstingurinn er því verra er veðrið. Hæðir eru þegar svæði eru með hærri loft- þrýstingi en umhverfis þau. Í hæð er yfirleitt bjart og fallegt veður. Hæðir eru algengari á sumrin en veturna. Í veðurfréttum er yfirleitt talað um úr hvaða átt vind- urinn kemur. Vindáttin kallast sunnanátt ef vindurinn kemur úr suðri. Þá beinist örin á veðurkortunum í þá átt sem vindurinn er að fara og bendir til norðurs. Þá er einnig sagt frá því hversu hratt vindurinn fer. Vindhraði er gjarnan mældur í metrum á sekúndu á Íslandi en í öðrum löndum eru sums staðar notaðar aðrar mæli- einingar. Grunnurinn í mælingum á vindhraða er hversu langt vindurinn fer á ákveðnum tíma. Ólíkar aðferðir við vindmælingar. Hitastig lækkar eftir því sem hærra er farið upp. Það er því kaldara á toppi fjallsins en við rætur þess. Hitastig fellur um hálfa gráðu við hverja 100 metra sem farið er ofar. Því getur verið snjór á fjallstindum en rigning í byggð.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=