Náttúrulega 1
109 Náttúrulega 1 │ 4. kafli Lofthiti er mældur með hitamæli. Hann er mældur í gráðum á Celsíus en það er táknað með °C. Kuldinn er ekki sá sami við jörðina og fyrir ofan jörðina. Hitastig í veðurfréttum er mælt í 2 metra hæð. Þá gæti komið fram í fréttum að hitastigið sé 3–4 °C úti en svo er hálka á jörðinni sem oft er aðeins kaldari en hitastig við 2 metra hæð. Hitastigið er sjaldnast það sama alls staðar á landinu en meðalhiti á Íslandi er í kringum 5 °C. Flestir hafa prófað að blása upp blöðru. Hún þenst smám saman út og það veldur því að loftþrýstingurinn inni í henni er meiri en fyrir utan því að loftið þjapp- ast saman. Þegar hleypt er úr blöðrunni frussast loftið úr henni þangað sem minni loftþrýstingur er. Við það skapast vindur. Vindur í náttúrunni kemur vegna þess að loftþrýstingur milli svæða er ekki sá sami og þá er ferlið sambærilegt því sem á sér stað í blöðrunni. Loftþrýstingur segir okkur hversumikið loft er í kringum okkur. Eftir því sem farið er hærra upp, til dæmis upp á fjall verður loftþrýstingur minni því það er minna loft fyrir ofan. Ef farið er ofan í sprungu í jörðinni er loft- þrýstingur meiri því að það er meira loft fyrir ofan. Hvers vegna getur verið snjór í fjöllum þegar það er ekki frost? Eins og þú hefur kannski tekið eftir þá er stundum snjór kominn í fjöllin áður en fyrsti snjórinn fellur í byggð. Getur verið að hæð hafi áhrif á hitastig?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=