Náttúrulega 1

9 Náttúrulega 1 │ 1. kafli Plöntufrumur og dýrafrumur eru líkar en ekki eins því starfsemi þeirra er mjög ólík. Grænukorn og frumuveggur eru dæmi um frumulíf- færi sem eru bara í plöntufrumum. Litarefnið í grænu- kornum litar plöntur grænar. Aðalhlutverk þeirra er að fanga ljósið frá sólinni sem plantan notar til að búa til sína eigin næringu. Frumuveggurinn býr til harðan vegg utan um frumuna og gerir plöntuna stöðuga og sterka. Plöntufruma.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=