Náttúrulega 1

107 Náttúrulega 1 │ 4. kafli AÐ LESA Í VEÐUR OG VEÐRIÐ HEIMA Veðurstöð á Kili. Veður er mikilvægur hluti af því að gera reikistjörnuna okkar byggilega. Vindur dreifir meðal annars fræjum, gerir okkur kleift að nota vindmyllur til að búa til raf- magn og veitir nauðsynlega kælingu á heitum svæðum. Á jörðinni er mikið vatn í sjó, vötnum, ám, jarðvegi og öllu sem lifir. Sumt af þessu vatni gufar upp og gufan breytist að lokum í ský sem losar úr sér vatnið í formi rigningar eða annarrar úrkomu . Vatnið kemur þó ekki alltaf niður á sama stað og uppgufunin átti sér stað. Vindurinn getur fært vatnsgufuna til svo að úrkoman fellur á allt annan stað. Ræðum saman Hvað finnst þér vera gott veður? En slæmt? Hefur þú horft á veðurfréttir? Þekkir þú veðurtákn?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=