Náttúrulega 1

106 Náttúrulega 1 │ 4. kafli HVAÐ ÞARF AÐ GERA TIL AÐ DRAGA ÚR GRÓÐURHÚSALOFTTEGUNDUM? Í dag þarf mannkynið allt að vinna saman að lausn á lofts- lagsvandanum. Mikilvægt er að allir standi saman: ein- staklingar, fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld og hætti að brenna olíu, kol og gas. Þó að mikilvægt sé að flokka er það ekki nóg. Við þurfum að gera miklu meira en það. Við þurfum að breyta mörgu, til dæmis: • Nota minna af olíu, kolum og bensíni. • Nota vistvænni ferðamáta, s.s. að labba meira, hjóla, nota almenningssamgöngur, lestar og rafbíla. • Hætta að nota bíla sem ganga fyrir olíu og finna upp nýja orkugjafa fyrir flugvélar og skip. • Breyta því hvernig við framleiðum föt, málma og annan varning. • Framleiða minna af plasti og hætta að framleiða einnota plast. • Borða meira úr plönturíkinu og minna úr dýraríkinu. En talsvert meiri orka fer í að framleiða kjöt og mjólk heldur en grænmeti og baunir. Við þurfum síðan að vernda náttúruna með því að: • Draga úr eyðingu gróðurs og endurheimta gróðurlendi. • Leggja sérstaka áherslu á verndun regnskóga og hafsins. Hafið er oft kallað „lungu jarðar“. • Fylla upp í skurði til að endurheimta votlendi sem bindur koltvíoxíð. • Nota endurnýjanlega orkugjafa sem skaða ekki vistkerfi eins og til dæmis vind- og sólarorku. • Vernda vistkerfi og gera okkar besta í að hafa sem mest af náttúrulegum svæðum. Hvað fleira getum við gert?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=