Náttúrulega 1

105 Náttúrulega 1 │ 4. kafli Þegar loftslag breytist tölumvið um loftlagsbreytingar . Vegna þess að meira er af gróðurhúsalofttegundum en áður er meðalhitastig jarðar að hækka smám saman. Hitastig jarðar hefur þegar hækkað um 1 °C frá iðnbylt- ingu en á þessum tíma hafa gróðurhúsalofttegundir aukist um 40%. Með áframhaldandi losun mun hita- stig hækka enn meira. Áhrif manna á loftslagsbreyt- ingar hafa verið þekktar í áratugi. Þrátt fyrir það heldur mannkyn áfram að auka losun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftið. Ein af afleiðingunum verður að jöklar bráðna og yfirborð sjávar hækkar. Vísindamenn hafa spáð fyrir um að við gætum séð fram á verri hitabylgjur og þurrka ásamt öðrum öfgum í veðurfari eins og meiri úrkomu, sterkari storma, fellibylji og fleira. Hafið tekur upp stóran hluta koltvíoxíðs í andrúmsloft- inu. Þetta gerir hafið súrara og kallast súrnun sjávar. Þetta hefur slæmar afleiðingar á lífverur hafsins. Fólk þarf að standa saman strax og minnka mikið bruna á orkugjöfum eins og olíu, kolum og fleira. Einnig þurfum við að draga úr eyðingu gróðurs, sem sér um að taka koltví- oxíð úr andrúmsloftinu og framleiða súrefni. LOFTLAGSBREYTINGAR Kóralrifin eru dæmi um lífverur sem hafa orðið fyrir slæmum áhrifum vegna súrnunar sjávar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=