Náttúrulega 1

104 Náttúrulega 1 │ 4. kafli GRÓÐURHÚSAÁHRIFIN Lofthjúpurinn okkar inniheldur nokkrar lofttegundir sem kallast gróðurhúsalofttegundir. Sú mikilvægasta heitir koltvíoxíð (CO 2 ). Þær hleypa sólargeislum í gegn en halda svo hitanum á jörðinni. Það er í raun þessum gróðurhúsalofttegundum að þakka að það er eins hlýtt á jörðinni og raun ber vitni. Án þeirra væri of kalt á jörð- inni fyrir lífríki eins og við þekkjum það. Þetta köllum við gróðurhúsaáhrif . Vandinn er að magn gróðurhúsa- lofttegunda í andrúmsloftinu hefur aukist umtalsvert sem veldur því að meðalhitastig jarðar fer hækkandi. Því fylgja mjög mörg vandamál. Gróðurhús.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=