Náttúrulega 1
103 Náttúrulega 1 │ 4. kafli Heimskautarefur (tófa) er með þéttan einangrandi feld, loðna þófa, lítil og rúnnuð eyru, smá- gerðan búk og styttri útlimi en aðrir refir. Þannig verður minna hitatap þegar kalt er. Hann er því einstak- lega vel aðlagaður að lífi á kaldari norðlægum slóðum. Hann finnst á mörkum norður heimskautabeltis- ins og tempraða beltisins, meðal annars á Íslandi. Rauðrefur er ein útbreiddasta teg- und refa. Hann finnst á mörgum stöðum í tempruðu loftslagi. Vegna hlýnandi veðurfars er hann farinn að geta lifað sífellt norðar líkt og heim- skautarefurinn. Hann veitir honum samkeppni og ógnar tilvist hans. Eyðimerkurrefur finnst á eyðimerk- ursvæðum í norðanverðri Afríku. Hann hefur aðlagast hitabeltislofts- lagi vel en feldurinn ver hann fyrir hitanum í eyðimörkinni á daginn og einangrar hann fyrir kuldanum á nóttunni. Eyrun eru mjög stór en þau hjálpa eyðimerkurrefnum að kæla sig.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=