Náttúrulega 1

102 Náttúrulega 1 │ 4. kafli TEMPRAÐ LOFTSLAG Svæðin sem eru á milli heimskautanna og hitabeltisins eru sögð vera með temprað loftslag. Þar eru greinilegar árstíðir, heitara á sumrin og svalara á veturna. Samt er munur á hita og úrkomu milli svæða í tempraða lofts- laginu. Á svæðunum nær hitabeltinu eru sumrin gjarnan heitari og veturnir svalari á meðan svæðin nær heim- skautunum eru með svalari sumur og kaldari vetur, en hið síðarnefnda þekkjum við vel á Íslandi. Það er fjöl- breytt flóra og fána í tempraða beltinu. En lífverur þar hafa aðlagað sig að árstíðaskiptum á ýmsan hátt. Til dæmis fella lauftré laufin á haustin, sum dýr leggjast í dvala á veturna, önnur skipta litum og sumar fuglateg- undir fara á milli landa. Haust á Íslandi. Sumir fuglar eru farfuglar. Þeir fljúga til Íslands á vorin og fara aftur þegar kólnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=