Náttúrulega 1

101 Náttúrulega 1 │ 4. kafli Í regnskógum búa yfir 3 milljónir ólíkra lífvera. HITABELTISLOFTSLAG Hitabeltisloftslag kallast loftslag sem er á og nálægt miðbaug, þess vegna er það einnig stundum kallað mið- baugsloftslag. Í þessu belti er lofts- lagið það heitasta á jörðinni, sólin er hátt á lofti og meðalhiti er á bil- inu 25–28 °C. Þar er lítill hitamunur á milli árstíða. Þar sem hitastigið er oft mjög hátt skiptir úrkoma miklu máli í hitabeltinu. Í beltinu eru bæði svæði þar sem rignir mikið eins og í regn- skógum og svo svæði þar sem rignir lítið sem ekkert eins og í eyðimörkum. Einnig eru svæði þar sem eru rigninga- og þurrkatímabil til skiptis. Flóra og fána í þessu hitabelti er töluvert frábrugðin heimskautunum. Í regnskógunum er mikill líffræðilegur fjölbreytileiki, þar eru hávaxin tré áberandi og fjölbreytt dýralíf. Í eyðimörkunum eru síðan lífverur sem geta lifað af löng þurrkatímabil.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=