Náttúrulega 1

100 Náttúrulega 1 │ 4. kafli HEIMSKAUTALOFTSLAG Heimskautin eru nyrsti og syðsti hluti jarðar. Á heim- skautunum kemst sólin aldrei hátt upp á himininn. Yfir sumartímann sest hún aldrei og sést varla yfir vetrar- tímann. Á sumrin er því bjart allan sólahringinn en dimmt allan sólarhringinn á veturna. Á veturna fer hit- inn sjaldan yfir frostmark og algengt er að hann fari alveg niður í –40 °C. Á sumrin verður aldrei heitara en 10 °C og hitinn getur farið undir –10 °C. Flóra einkennist af lágumplöntum. Í fánu Norðurskauts- ins má meðal annars finna heimskautarefi, ísbirni, rost- unga, hreindýr og hvali. Á Suðurskautinu finnast meðal annars mörgæsir, selir og hvalir. Af hverju éta ísbirnir ekki mörgæsir? Af því að ísbirnir búa á Norður- pólnum en mörgæsir á Suðurpólnum. Heimskautin geta verið ansi kuldaleg.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=