Náttúrulega 1

99 Náttúrulega 1 │ 4. kafli LOFTSLAG Veðrið er alltaf að breytast og við getum aðeins spáð fyrir um veður með nokkurra daga fyrirvara. Veðrið getur verið mjög mismunandi á milli ára þó um sömu dagsetningu og staðsetningu sé að ræða. Loftslag breytist ekki eins hratt og veðrið. Loftslag er veður, meðal annars rigning, vindur, snjókoma og hiti, yfir langan tíma, ár og áratugi. Loftslag er mismunandi eftir svæðum á jörðinni. Margt hefur áhrif á loftslagið eins og snúningur jarðar um sól- ina og sjálfa sig, hafstraumar og lífið. Veðurfar á einum stað getur haft áhrif á veðurfar á öðrum svæðum jarðar. Jörðinni er gjarnan skipt í þrenns konar loftslag: Heim- skautaloftslag, hitabeltisloftslag og temprað loftslag. Ef þú skoðar hnöttinn má sjá hvernig loftslag einkennir ólík svæði jarðarinnar. Við Norður- og Suðurpólinn á myndinni er svokallað heimskautaloftslag . Við mið- baug er svokallað hitabeltisloftslag og þar á milli er temprað loftslag . Skoðaðu myndina. Hvernig loftslag er á Íslandi? Í hvernig loftslagi myndir þú helst vilja búa?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=