Náttúrulega 1

98 Náttúrulega 1 │ 4. kafli Einu sinni var ekkert súrefni í lofthjúp jarðar. Súrefni myndast við ljóstillífun og því þurfti líf að kvikna á jörðinni áður en súrefni gat myndast. Plöntur (frumframleiðendur) geta ljóstillífað en til þess þarf orku frá sólinni, vatn og koltvíoxíð sem var í lofthjúpnum. Þörungar voru fyrstu lífverurnar á jörðinni sem ljóstillífuðu. Þeir bættu smám saman súrefni við. Þá urðu til lífsskilyrði fyrir aðrar lífverur semekki geta ljóstillífað. Manneskjur eru dæmi um slíkar lífverur. Við þurfum að fá orkuna okkar frá plöntum og anda að okkur súrefni sem þær búa til. Við öndum síðan frá okkur koltvíoxíði sem plönturnar nýta aftur til ljóstillífunar. LJÓSTILLÍFUN HEILAPÚL Norðurljós eru oftast græn en geta líka verið rauðleit, gulgræn, fjólublá og jafnvel bleik. Þau verða til þegar hraðfleygar agnir frá sólinni skella á agnir í lofthjúpi jarðar. Þau eru yfirleitt í um 100 km hæð frá jörðu og eru algengust á norðlægum breiddar- gráðum. Þess vegna er Ísland einn besti staður í heiminum til að skoða norðurljós. Hæsta fjall í heimi er Everest. Það er 8.848 metrar á hæð yfir sjávarmáli. Flestir sem klifra upp fjallið þurfa að nota súrefnis- grímur vegna þess að loftið er svo þunnt þegar komið er svona hátt. Norðurljós.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=