Náttúrulega 1
8 Náttúrulega 1 │ 1. kafli Fruma er minnsta lifandi eining lífveru. Baktería er bara ein fruma og er því einfrumungur . Flestar lífverur eru úr mörgum frumum og eru því fjölfrumungar . Frumur geta verið ólíkar og eru sérhæfðar eftir hlutverki. Frumur eru með frumulíffæri sem sinna fjölbreyttum hlutverkum eins og líffærin í mannslíkamanum. Kjarn- inn er stjórnandi frumunnar og gefur skipanir um hin ýmsu verkefni. Í kjarnanum er erfðaefnið sem margir þekkja sem DNA. Það inniheldur upplýsingar um starf- semi og hlutverk frumunnar. Dýrafruma.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=