Natturan okkar pr_ (1)

8 Refurinn ætlar að hjálpa ykkur að lesa og skilja þessa bók. Hann vill líka aðstoða ykkur við að hjálpa Jörðinni. Refurinn mun fylgja ykkur við lestur bókarinnar og hefur ýmislegt til málanna að leggja. Íslenski refurinn er af tegundinni heimskautarefur og var hann eina landspendýrið sem hér var að finna við landnám en talið er að hann hafi borist hingað með hafís frá Grænlandi. Refurinn er hluti af íslenskri náttúru og þekkir hana afar vel. Refurinn hefur ýmis önnur heiti t.d. tófa, melrakki, skolli, lágfóta, rebbi og tásla. Þið ráðið sjálf hvað þið kjósið að kalla refinn okkar og þið megið líka ráða kyninu. Kannski viljið þið gefa honum/henni/háni nafn? Hvað finnst ykkur passa best? Refurinn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=