Natturan okkar pr_ (1)

45 Vistkerfi sem eru í góðu lagi þola lítið rask ágætlega og jafna sig eftir t.d. vont veður, þurrk í skamman tíma eða traðk eftir gönguhóp. En ef raskið er mikið og stendur yfir lengi eins og t.d. of mikil beit, langvarandi þurrkur eða mikill ágangur ferðamanna, kemur að því að vistkerfið þolir ekki álagið. Ástand landsins hnignar (landhnignun) og vistkerfið getur jafnvel hrunið alveg, rétt eins og ef við fótbrotnum. Þá þarf vistkerfið aðstoð til að ná sér á strik. Það er hægt að læra að lesa landið. Sá sem er landlæs þekkir muninn á landi í slæmu og góðu ástandi. Fyrst þarf að læra að lesa landið til að hægt sé að finna leiðir til að lækna landið. Hversu mikið þola vistkerfi? 1. Hvernig rask þola vistkerfi ágætlega/illa? 2. Hvað er landhnignun? 3. Hvað er landlæsi og að vera landlæs?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=