Natturan okkar pr_ (1)

44 Ef eitthvað kemur upp á, eins og lítill skurður á puttann, rofnar hringrásinog blóðið flæðir út úr líkamanum. Í heilbrigðum líkama stoppar blæðingin fljótlega og sárið grær af sjálfu sér á nokkrum dögum. → Vistkerfi í góðu ástandi nær sér einnig án hjálpar. En ef eitthvað alvarlegra kemur fyrir, eins og fótbrot, nær líkaminn ekki að græða sig sjálfur án aðstoðar. Þá þarf lækni til að búa um brotið og jafnvel gefa sýklalyf ef það kemur upp sýking. Svo tekur það margar vikur fyrir beinin að gróa. → Vistkerfi í slæmu ástandi þarf einnig hjálp til að ná bata. Landlæs einstaklingur getur horft á landslag og skilið í hvaða ástandi vistkerfið er. 1. Að hvaða leyti eru mannslíkaminn og vistkerfi svipuð? 2. Af hverju fer maður ekki fótbrotinn í fótbolta?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=