42 Allt frá því víkingarnir komu til Íslands hefur maðurinn haft mikil áhrif á náttúruna. Fólk hér áður fyrr var einfaldlega að reyna að lifa af og vissi ekki það væri að skaða náttúruna. Núna eru mörg vistkerfi á Íslandi í slæmu ástandi. Meðal þeirra eru t.d. svæði þar sem lítill gróður og mold eru eftir (rofið land). Slík vistkerfi, sem hafa misst gróður og jarðveg (gróður- og jarðvegseyðing), virka ekki lengur til að búa til súrefni, viðhalda gróðri og dýralífi og geyma vatn. Land í þessu ástandi kallast örfoka land og þjónusta vistkerfisins hefur minnkað og jafnvel alveg horfið. Vistkerfi í votlendi, fjörum og sjó eru líka á mörgum stöðum í slæmu ástandi vegna áhrifa frá manninum. Vistkerfi í slæmu ástandi Vistheimt Í þessum kafla lærir þú um: Gróður- og jarðvegseyðingu, orfoka land, landhnignun, vistheimt (endurheimt vistkerfa), landlæsi og verkfæratösku vistheimtar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=