26 Hring eftir hring Í náttúrunni eru margar hringrásir samtímis í gangi. Hringrás vatns er ein af þeim og þegar vistkerfi á landi er í góðu ástandi er hún mjög virk. Þegar rignir á gróið land, lekur vatnið hægt ofan í jarðveginn og nýtist þeim lífverum sem þar eru. Vatnið gufar svo upp, þéttist og kólnar í háloftunum og fellur aftur niður til jarðar og skapar þannig hringrás. Í vistkerfi sem er í slæmu ástandi (hnignað vistkerfi) hefur hringrás vatnsins raskast (bilað) og virkar ekki mjög vel. Stundum getur hringrásin Hringrás vatns Í þessum kafla lærir þú um: Hringrás vatns og hringrás næringarefna.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=