Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 93 Tilraun C. Súrnun sjávar – tilraun Þegar talað er um súrnun sjávar þá erum við í raun ekki að tala um eiginlegt súrt pH gildi. Sjór er basískur og hreint ferskvatn er hlutlaust (hvorki súrt né basískt). Þannig segjum við að ferskvatn sé súrara en sjór þótt hvorki ferskvatn né sjór sé súrt. Það væri í raun réttara að tala um að ferksvatn sé minna basískt en sjór. Þessi tilraun er ýkt og hafa ber það í huga þegar niðurstöðurnar eru túlkaðar í samhengi við hina eiginlegu súrnun sjávar. Með því að nota sannarlega súran vökva erum við að hraða ferlinu, sem tæki miklu lengri tíma í náttúrunni. Hver hópur þarf þrjár krítar og þrjár glerkrukkur eða bikarglös. Merkið krukkurnar 1) basískt, 2) hlutlaust og 3) súrt. Skráið allar niðurstöður: 1. Í krukku nr. 1 setjið þið 200 ml af sjó eða saltvatni sem er um 8,2 pH (basískt). 2. Í krukku nr. 2 setjið þið 200 ml af hreinu vatni sem er um 7,0 pH (hlutlaust). 3. Í krukku nr. 3 blandið þið saman 100 ml af vatni og 100 ml af ediki. _____ pH (súrt). 4. Leggið þrjár jafnstórar krítar í bleyti í hreinu vatni í nokkrar mínútur, þurrkið af þeim og vigtið, takið mynd af þeim og setjið svo eina krít í hverja krukku og bíðið í 10 mínútur. 5. Takið krítarnar upp úr vökvunum (með töng t.d.), þurrkið og vigtið aftur. Takið aftur mynd og berið saman við fyrri mynd. 6. Endurtakið tilraunina að vild með öðrum hlutum. T.d. má nota skeljar en þá þarf að láta þær liggja í vökvunum í lengri tíma. Þyngd fyrir Þyngd eftir Samanburður á myndum Krukka 1 Krukka 2 Krukka 3 Umræður: ¾ Var munur á þyngd krítarinnar/skeljarinnar fyrir og eftir tilraunina? Hvernig? ¾ Í hvaða krukku voru mestar breytingar á þyngd? ¾ Hvað á súri vökvinn að tákna? ¾ Hvaða hluti tilraunarinnar er ýktur og af hverju er verið að ýkja? ¾ Hvað þýða niðurstöður tilraunarinnar? ¾ Hvað getið þið gert til að koma í veg fyrir frekari súrnun sjávar?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=