Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 92 Tilraun A. Koltvíoxíð „fruss” Koltvíoxíð hegðar sér ólíkt í heitu og köldu vatni. Þegar vökvi í gosflösku er við herbergishita eða heitt þá vill koltvíoxíðið ekki vera í vökvanum og safnast saman í loftinu á milli vökva og tappa og frussast út þegar flaskan er opnuð. En þegar vökvinn er kaldur þá vill koltvíoxíðið frekar vera uppleyst í vökvanum og vökvinn verður við það súrari. Hver hópur er með tvær gosflöskur. Önnur er köld og hin heit. Opnið flöskurnar samtímis og á sama hraða og metið eftirfarandi: a. Hvort kemur meira fruss úr köldu eða heitu flöskunni? b. Skoðið loftbólurnar, hvor flaskan er með meira gos í sér eftir opnun? c. Er munur á bragði? d. Er munur á pH gildinu? Tilraun B. Súri andardrátturinn og kolsýrt vatn 1. Kranavatn a. Hellið kranavatni í glas og mælið pH gildi vatnsins. b. Notið umhverfisvænt sogrör og blásið nokkrum sinnum með rörinu ofan í glasið. Fylgist með pH mælinum á meðan. Hvert er pH gildi vatnsins eftir blásturinn? c. Er breyting á pH gildinu? Hvernig? d. Látið vatnið standa í 5 mínútur og mælið svo aftur pH gildið. Lýsið því sem gerðist. 2. Kranavatn + kolsýrt vatn a. Hellið kranavatni í glas og mælið pH gildi vatnsins. b. Bætið koltvíoxíð (CO2) í vatnið og mælið aftur pH gildi vatnsins. c. Er breyting á pH gildinu? d. Látið vatnið standa í 5 mínútur og mælið svo aftur pH gildið. Lýsið því sem gerðist. 3. Er munur á niðurstöðum í 1) og 2)?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=