| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 91 Tilraun 4. Súrnun sjávar Byrjið þetta verkefni á að horfa á sjöunda þáttinn af „Hvað höfum við gert” sem fjallar m.a. um súrnun sjávar. Áætlaður tími fyrir verkefni Þetta verkefni tekur 1–2 kennslustundir í undirbúning og tvo verklega tíma. Samtals 3–4 kennslustundir. Tilgangur Í þessu verkefni lærið þið um súrnun sjávar, hvernig það tengist loftslagsvánni og hvað þið getið gert til að koma í veg fyrir frekari breytingar í sjónum. Fræðsla og undirbúningur Lesið kaflana Súrnun sjávar og Vistheimt á hafi og strandsvæðum Áður en hafist er handa við þessi verkefni og tilraunir þá skulið þið skoða pH skalann og átta ykkur á því hvar sjór og ferskvatn eru á skalanum. Munið að kvarðinn er lógaritmískur en það þýðir að hver tala innan hans hækkar sem margfeldi af 10. Þannig er súra pH-gildið 6 tíu sinnum súrara en hlutlausa Ph-gildið 7. Leitið svara við eftirfarandi spurningum: ¾ Hvernig virkar pH skalinn? Er sjórinn súr, hlutlaus eða basískur? ¾ Hvernig tengjast loftslagsmálin súrnun sjávar? ¾ Hvað eru kalkmyndandi lífverur og hvað gerist hjá þeim í súrnandi sjó? ¾ Hvaða kalkmyndandi lífverur búa í sjónum við Ísland? ¾ Hvað getur gerst í vistkerfum sjávar sem verða fyrir súrnun? ¾ Hvaða vistheimtaraðgerðir er hægt að fara í til að hjálpa vistkerfum sjávar sem verða fyrir súrnun? (Hér má skoða frásagnaverkefni 12. Hafið bláa hafið)
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=