Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 90 Verkefnavinna 1. Hellið einum dl af lituðu vatni í efstu flöskuna í hverri flöskusíu. Skrifið niður hvað gerist. Athugið að það getur tekið svolítinn tíma fyrir vatnið að fara í gegnum sumar tegundir jarðvegs. 2. Bætið við öðrum dl af lituðu vatni í efstu flöskuna í hverri flöskusíu. Skrifið niður hvað gerist. Breyttist liturinn? 3. Berið vökvann í neðstu flöskunum á flöskusíunum saman við viðmiðin sem eru í glösunum. Hve mikill litur varð eftir í jarðveginum í hverri síu fyrir sig? (svolítið, ekkert eða allt?) 4. Veltið eftirfarandi spurningum fyrir ykkur: ¾ Hvað myndi gerast ef fleiri síum yrði bætt við flöskusíurnar? ¾ Hvað myndi gerast ef færri síur væru notaðar? ¾ Hvað myndi gerast ef vatni væri bætt hægar við (1 teskeið í einu)? ¾ Hvað myndi gerast ef vatni væri bætt hraðar við (2 dl)? ¾ Hver gæti ástæðan verið fyrir því ef liturinn á vatninu sem síast úr jarðveginum er ekki sami og settur var í? ¾ Var vatnið jafnlengi að renna í gegnum þessar þrjár gerðir af jarðvegi? Af hverju eða af hverju ekki?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=