Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 89 Undirbúningur Tæki og tól: 15 tómar hálfs lítra plastflöskur, tuska eða grisja, gúmmíteygjur eða bönd, 3 gerðir af jarðvegi, standur eða grind til að halda flöskusíunum, vatn, matarlitur, desilítramál og 4 glær glös. Þið ætlið að gera þrjár tilraunir með mismunandi jarðveg. Þessa tilraun væri hægt að einfalda með því að hafa bara einn stafla af flöskusíum og hafa mismunandi jarðveg í hverri flösku, sandinn efst, moldina í miðjunni og leirinn neðst. 1. Finnið þrjár gerðir af ólíkum jarðvegi (t.d. sand, pottamold og leirkennda/votlendis mold). 2. Hver tilraun þarf 5 tómar gosflöskur úr plasti. Finnið því 15 (3x5) flöskur og klippið toppinn af þremur þeirra og botninn af 12 flöskum. Tapparnir eru ekki notaðir. Gott er að klippa nokkrum sinnum niður með botnlausu flöskunum svo þær staflist betur. 3. Klippið tusku eða grisju niður í búta og festið með teygju eða bandi utan um stútinn á þeim 12 flöskum sem eru botnlausar. 4. Fyrir hverja tilraun, setjið 1 dl af jarðvegi í þrjár botnlausar flöskur og passið að nota sömu gerð jarðvegs í hverri tilraun. Endurtakið fyrir hinar tvær tilraunirnar. 5. Búið til þrjá lóðrétta flöskustafla. Hver stafli byrjar á einni tómri topplausri flösku. Síðan koma þrjár botnlausar flöskur með jarðvegi í (sömu gerð) og efst kemur botnlaus flaska með engum jarðvegi í. Kannski þarf að útbúa stand eða grind fyrir staflann svo hann velti ekki. 6. Setjið nokkra dropa af grænum matarlit út í tvo lítra af vatni. 7. Búið til fjögur viðmið í glær glös. a. Setjið 2 dl af litaða vatninu í fyrsta glasið b. Setjið 1 dl af litaða vatninu og 1 dl af hreinu vatni í annað glasið c. Setjið 0,5 dl af litaða vatninu og 1,5 dl af hreinu vatni í þriðja glasið d. Setjið 0,25 dl af litaða vatninu og 1,75 dl af hreinu vatni í fjórða glasið 8. Núna er tilraunin uppsett og tilbúin í framkvæmd!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=