| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 77 Hópur 3. Grágæsir Grágæs er stór gæs sem verpir í Evrópu og Asíu og er ein algengasta fuglategundin á svæðinu. Hún verpir aðallega nálægt vatni, t.d. í mýrum eins og Kötlumýri. Gæsir lifa aðallega á grasi og eru þess vegna stundum í nábýli við manninn. Gæsir, líkt og aðrar lífverur, hafa ekki rödd sem mannfólk skilur og geta því ekki varið sig þegar þær missa búsvæði sín. Í þessum hlutverkaleik geta gæsirnar þó tjáð sig á mannamáli og tekið þátt í fundinum. Búningur: Goggur Hópur 4. Íbúar Fólk sem býr í Grænubyggð. Íbúar geta haft miklar skoðanir á því sem gert er í þeirra hverfi og geta haft áhrif á það sem gert er, t.d. með því að koma með tillögur við bæjaryfirvöld að því sem þeir vilja hafa í sínu hverfi eða jafnvel með því að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum. Sumum íbúum er nokkuð sama um breytingar í byggðinni þeirra en aðrir hafa miklar áhyggjur. Búningur: Treflar og sjöl Hópur 5. Ferðafólk Fólk sem fer til annarra svæða en það býr á vill upplifa eitthvað nýtt. Það er mjög misjafnt hvað ferðafólk vilja sjá og upplifa, sumir vilja upplifa óspillta náttúru, aðrir menningu og enn aðrir vilja skoða byggingar. Oft ræðst uppbygging á svæðum af því sem haldið er að ferðafólk vilji. En ferðafólk vill líka geta gist á fallegu hóteli á fallegum stað. Búningur: Bakpoki Hópur 6. Vísindafólk Vísindafólk á ólíkum sviðum, m.a. náttúrufræði, umhverfisfræði, verkfræði, félagsfræði, sálfræði, ferðamálafræði, viðskiptafræði og hagfræði hefur rannsakað fólk, samfélag, náttúru og umhverfi Kötlumýrar. Vísindafólk beitir vísindalegum aðferðum við mælingar og rannsóknir og þarf að vera hlutlaust við rannsóknina. Niðurstöður vísindafólksins geta gefið vísbendingar um mikilvægi svæðisins fyrir fólk og náttúru og kosti og galla þess að fara í framkvæmdir. Búningur: Stígvél eða hvítur sloppur
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=