Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 76 1. Hugleiðið eftirfarandi hvert og eitt: ¾ Hvernig manneskja ertu? Veltu fyrir þér hlutverki þínu og ímyndaðu þér hvernig manneskja þú ert og hvað skiptir þig máli. Lýstu persónunni í nokkrum orðum. ¾ Hvað skoðun hefurðu á málefninu? Það þarf ekki að vera þín eigin skoðun heldur setur þú þig í hlutverk. 2. Ræðið (í hlutverkum) þessa ákvörðun sveitarfélagsins ¾ Passið að allir fái að segja sína skoðun, beitið virkri hlustun. ¾ Reynið að koma ykkur saman um niðurstöður. 3. Setjið saman nokkra punkta þar sem fram kemur sameiginleg niðurstaða frá ykkar hóp Verkefnavinna – lengri útgáfan Skiptið ykkur í sex hópa og lesið lýsinguna fyrir ykkar hóp. Lesið líka lýsingar fyrir hina hópana til að undirbúa fyrir hlutverkaleikinn. Það getur verið gaman að vera í búningum í hlutverkaleik en það er ekki nauðsynlegt. Hópur 1. Framkvæmdaraðili og verktaki Framkvæmdaraðilinn (í þessu tilfelli er það sveitarfélagið Grænabyggð) ræður verktaka til að sjá um framkvæmd á byggingum sem hann vill byggja. Fyrirtæki sem taka að sér að byggja mannvirki t.d. hótel, brýr, virkjanir, íbúðarhúsnæði, verslunarhúsnæði o.fl. kallast verktakafyrirtæki. Öll fyrirtæki þurfa að skila hagnaði, annars gætu þau ekki verið til. Í sumum fyrirtækjum er mikil áhersla lögð á hagnaðinn en mörg fyrirtæki taka aðra þætti líka inn í eins og að hafa sem minnst áhrif á náttúruna og að starfsfólki líði sem best. Búningur: Hjálmur Hópur 2. Náttúruverndarsamtök Samtök sem hafa það að markmiði að vernda náttúruna. Þau vilja að plöntur, maðurinn og önnur dýr geti lifað í sátt og samlyndi. Náttúruverndarsamtök geta verið mjög ólík og með mismunandi áherslur. Mikilvægt er fyrir náttúruverndarsamtök að skoða málin frá ýmsum hliðum og að ekki þurfa allar framkvæmdir að vera slæmar. Þau þurfa samt að hafa í huga að þau eru rödd náttúrunnar sem annars hefur ekki rödd. Ef ákveðið hefur verið að fara í framkvæmd sem hefur mjög slæm áhrif á náttúruna, þá geta náttúruverndarsamtök hvatt til þess að framkvæmdin sé gerð í meiri sátt við umhverfið. Búningur: Græn skikkja

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=