Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 72 Verkefni 6. Heimsmarkmiðin Áætlaður tími fyrir verkefni Þetta verkefni tekur 2-4 kennslustundir. Tilgangur Tilgangur þessa verkefnis er að þið kynnist heimsmarkmiðunum og finnið tengingu milli þeirra og ykkar umhverfis. Fræðsla Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru leiðbeiningar til þjóða heims um sjálfbæra þróun fram til 2030. Markmiðin eru sautján talsins og öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna (þar á meðal Ísland), eru að setja sér leiðir til að vinna að markmiðunum til ársins 2030. Markmiðin eru eftirfarandi: HREINT VATN OG HREINLÆTISAÐSTAÐA SJÁLFBÆRARBORGIR OGSAMFÉLÖG ÁBYRG NEYSLA OG FRAMLEIÐSLA SAMVINNAUM MARKMIÐIN AÐGERÐIR Í LOFTSLAGSMÁLUM Sjálfbær þróun er mikilvæg í öllum viðmiðum og reglum sem koma að skólum, m.a. Heimsmarkmið, aðalnámskrá grunnskóla og Skóli á grænni grein. Það er því mjög margt sem nemendur geta gert til að hjálpa Íslandi til að ná markmiðum sínum. Undirbúningur Á vef Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi má finna nánari upplýsingar um markmiðin ásamt hugmyndum að því hvernig vinna megi með þau í skólum. Horfið á tvö myndbönd Sameinuðu þjóðanna um markmiðin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=