Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 7 1. Lesið í náttúruna Lífið er fjölbreytt Það hefur enn ekki fengist staðfesting á því að líf hafi þróast annars staðar en á Jörðinni. Líf er því mjög sjaldgæft í alheiminum og Jörðin algjörlega einstök. Mannkynið og aðrar lífverur Jarðar eiga ekkert annað heimili. Lífbreytileiki Vernd lífbreytileikans er eitt mikilvægasta verkefni heimsins í dag. Líffræðileg fjölbreytni eða einfaldlega lífbreytileiki, nær yfir allar tegundir dýra, plantna, sveppa og annarra lífvera sem til eru. En lífbreytileiki er svo miklu meira en bara fjöldi tegunda. Einstaklingar af sömu tegund eru ólíkir. Horfðu yfir bekkinn þinn eða skoðaðu fólkið í kringum þig og sjáðu hvað allir eru ólíkir. Þessi breytileiki er hluti af lífbreytileikanum. Lífbreytileiki nær einnig yfir búsvæði allra lífvera og þau vistkerfi sem þær mynda og búa í. Birkiskógurinn eða fjaran á einum stað á landinu er ekki nákvæmlega eins og samskonar vistkerfi annars staðar á landinu. Veðurfar er oft ólíkt milli landshluta og vistkerfin hafa m.a. þróast í takt við það. Þessi breytileiki milli vistkerfa er einnig hluti af lífbreytileika. Lífbreytileiki er mikilvægur til að vistkerfi geti brugðist við breytingum, eins og þurrkum, sjúkdómum o.fl.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=