Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 54 Frásögn 11. Eyðimerkur myndast Byrjið þetta verkefni á að horfa á myndband um hvaða aðferðir hafa verið notaðar á Íslandi til að stoppa sandfok. Eftir 1860 kólnaði mjög á Íslandi og um 1880 hófust einhver erfiðustu ár í sögu þjóðarinnar. Vetrarhörkur voru fyrir norðan land og sandrok og grjóthríð gekk yfir byggðir sunnanlands, ofan af uppblásnu landi heiðanna. Sandstormurinn var í þrjár vikur samfleytt og fjöldi jarða fór í eyði. Þessi harði vetur hefði líklega ekki orðið svo skelfilegur fyrir fólkið í landinu ef birkiskógurinn hefði enn þá verið til. Mikil uppgræðsla og landgræðsla hefur átt sér stað frá byrjun 20. aldar og á undanförnum áratugum hefur mikilvægi vistheimtar verið viðurkennd og sífellt fleiri svæði eru grædd upp með vistheimtaraðferðum. Veljið ykkur málefni sem tengist eyðimörkum eða örfoka landi, finnið heimildir, skoðið myndir og myndbönd og segið frá eins og þið viljið. Hér eru nokkrar hugmyndir og vangaveltur sem þið getið skoðað. ¾ Skoðið sandfok erlendis eins og t.d. Rykskálina í Bandaríkjunum og Kanada á árunum 1934-´35. Voru notaðar sambærilegar aðferðir þar til að stoppa sandfok eins og á Íslandi? ¾ Hvernig tengist bærinn Stöng landeyðingu og eldgosum í Heklu og hvers vegna lagðist bærinn í eyði? Hver er munurinn á því og þegar landið í kringum fyrrum stórbýlið Gunnarsholt á Rangárvöllum varð örfoka og bærinn lagðist í eyði árið 1925? Berið saman hvernig land í kringum Gunnarsholt leit út árið 1925 og hvernig það lítur út í dag. Hvað var gert til að græða upp landið? Skoðið nágrenni Heklu á korti og hversu nálægt bæirnir Stöng og Gunnarsholt eru/voru. Athugið að raunverulegi bærinn Stöng og uppgerði Þjóðveldisbærinn eru ekki á sama stað. Hvað er langt (í km) á milli Heklu og þessara bæja? Hvernig haldið þið að það hafi verið fyrir síðasta fólkið sem átti heima á þessum tveimur ólíku bæjum þegar þeir voru að leggjast í eyði? ¾ Skoðið verkefnið Hekluskógar og lesið um verkefnið. Hvaða vistheimtaraðgerðir eru notaðar í verkefninu og hvernig er áætlað að landið í kringum Heklu líti út eftir 100 ár? ¾ Hvaða dýr og plöntur lifa í náttúrulegum eyðimörkum og hvernig geta þessar lífverur fundið vatn? Hvernig hafa þær aðlagast lífi í eyðimörkum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=