Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 53 Frásögn 10. Mengun er alls konar Það eru til óteljandi tegundir af mengun og mengunarefnum, sumt skynjum við með augum eða nefi (plast í fjöru eða vond lykt) en sumt sjáum við ekki því mengunin getur verið ósýnileg berum augum (krabbameinsvaldandi efni utan á epli eða súrnun sjávar) eða sjálf mengunin á sér stað annars staðar í heiminum. Veljið ykkur málefni sem tengist mengun, finnið heimildir, skoðið myndir og myndbönd og segið frá eins og þið viljið. Hér eru nokkrar hugmyndir og vangaveltur sem þið getið skoðað. ¾ Bómullarrækt fylgir gríðarleg notkun á eiturefnum sem bæði skapa mikla hættu fyrir bændurna sjálfa og hafa einnig skelfileg áhrif á nærliggjandi vistkerfi sem eru háð afrennslisvatni frá ökrunum. ¾ Áliðnaðinum fylgir mikil mengun. Ál finnst ekki á hreinu formi í náttúrunni og er unnið úr súráli en það er sá hluti framleiðslunnar sem á sér stað m.a. á Íslandi. En súrálið sjálft er unnið úr báxíti og sá hluti framleiðslunnar á sér stað erlendis, aðallega í Ástralíu, Kína, Gíneu, Brasilíu og Indlandi. Til að ná súrálinu úr báxítinu þarf að skola það með vítissóda. Úr fjórum tonnum af báxíti myndast um tvö tonn af súráli (sem úr verður eitt tonn af áli) ásamt tveimur tonnum af rauðri hábasískri eiturleðju sem er oft safnað í opin lón. Í þessum lónum situr leðjan, baneitruð og enginn veit hvað á að gera við hana. Ofan á allt saman fylgir báxítvinnslunni stórtæk skógareyðing, sem eykur áhrif loftslagshamfara. ¾ Litun á fatnaði, sem á sér aðallega stað í þróunarlöndum, veldur mikilli vatnsmengun. Það þarf allt að 20 lítra af vatni til að lita einn stuttermabol og um 80% af litnum situr eftir. Afganginum af litnum er skolað í burtu og mengar drykkjarvatn í nágrenninu og eyðileggur beitilönd. Þrátt fyrir strangari reglur, aukið eftirlit og lokun á verksmiðjum sem fylgja ekki reglum, þá er mengun vatns stöðugur fylgifiskur fataiðnaðarins. Hin síaukna krafa á ódýr föt veldur því að framleiðslu- og litunarverksmiðjur sem fylgja ekki reglum um umhverfismál flytja sig einfaldlega yfir á svæði sem hafa engar reglur. Fataverslanir almennt virðast hafa lítinn áhuga á að breyta til hjá sér, því þær bera sjálfar engan kostnað af menguninni, sem verður á svæðunum þar sem fötin eru framleidd og lituð, og halda því ótrauðar áfram að kaupa þjónustu sína af þessum aðilum. Byrjið þetta verkefni á að horfa á Mengun með miðlum sem sigraði í keppni Ungs umhverfisfréttafólks árið 2020.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=