Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 52 Frásögn 9. Þegar tekið er of mikið Byrjið þetta verkefni á að horfa á annan þáttinn af Hvað höfum við gert? sem sýndur var í Sjónvarpinu vorið 2019 sem fjallar um áhrif neysluhegðunar á vistkerfi Jarðarinnar. Maðurinn hefur nýtt sér náttúruna frá upphafi, enda er maðurinn hluti af náttúrunni. Vistkerfin veita okkur m.a. fæðu, skjól, hreint vatn, föt, áhöld og fleira. Fram að iðnbyltingu, sem hófst síðla á 18. öld, voru maðurinn og náttúran að mestu í jafnvægi, auðlindirnar endurnýjuðust flestar þrátt fyrir að vera nýttar. Með öðrum orðum, nýting mannsins á auðlindum náttúrunnar var að miklu leyti sjálfbær. En þetta snerist við eftir iðnbyltinguna með gríðarlegri fólksfjölgun og aukinni framleiðslu. Ofveiði og ósjálfbær nýting mannsins á auðlindum hefur víða sett náttúruna út í horn, líka á Íslandi. Veljið ykkur málefni sem tengist ofnýtingu og ofneyslu, finnið heimildir, skoðið myndir og myndbönd og segið frá eins og þið viljið. Hér eru nokkrar hugmyndir og vangaveltur sem þið getið skoðað. ¾ Skoðið Jörðina á Google Earth. Reynið að finna svæði þar semeru enginmannvirki, vegir, akrar eða eyðing á búsvæðum. ¾ Ofnýting mannsins á lífverum getur leitt til útrýmingar. Segið frá lífveru sem maðurinn hefur útrýmt (dæmi: Geirfuglinn, Dodo fuglinn, Tasmaníutígurinn og trjásnigillinn Achatinella apexfulva frá Hawaii sem dó út 2019). Hvaða vistheimtaraðgerðir hefði verið hægt að fara í til að koma í veg fyrir útrýmingu þessara lífvera? ¾ Eru viðkvæmar tegundir eða vistkerfi á Íslandi í dag semvið þurfumað passa upp á? Skoðið t.d.: íslenska kvótakerfið síldarsögu Íslendinga birkiskóga og votlendi keldusvínið, bjargfugla og aðra sjófugla. ¾ Um 100 milljónir hákarla eru drepnir á ári fyrir ugga sína því þeir eru notaðir í rándýrar hákarlauggasúpur í Asíu. Uggarnir eru skornir af og dýrunum hent fyrir borð. Uggalaus hákarl lifir ekki lengi. ¾ Regnskógum er flett af stórum landsvæðum og fátækt fólk látið vinna þrælavinnu í óöruggum námum í Afríku til að grafa upp sjaldgæfa málma fyrir snjalltækin okkar. Horfið á heimildamyndina Blood in the mobile.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=