| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 51 Frásögn 8. Heimili sem hverfa Byrjið þetta verkefni á að horfa á Nature is Speaking – Reese Witherspoon is Home og – Julia Roberts is Mother Nature. Hvernig eiga dýr að ferðast yfir stór svæði þegar búsvæði þeirra hafa eyðilagst? Sum dýr þurfa að gjörbreyta allri sinni hegðun og breyta ferðum sínum á milli svæða. Plönturnar eru líka í vandræðum því þær geta ekki forðað sér ef búsvæði þeirra skemmist. Sumum tegundum tekst að færa sig eða koma fræjum sínum á betri stað en aðrar eiga á hættu að deyja út því breytingarnar gerast hraðar en aðlögun þeirra og þróun. Yfirleitt er auðvelt að vernda eða endurheimta lítil búsvæði. Öðru máli gegnir um stóru búsvæðin sem ná jafnvel yfir landamæri. Það gæti verið vilji til að vernda og endurheimta búsvæði öðru megin en ekki hinummegin. Veljið ykkur lífveru eða vistkerfi, finnið heimildir, skoðið myndir og myndbönd og segið frá eins og þið viljið. Hér eru nokkrar hugmyndir og vangaveltur sem þið getið skoðað. ¾ Kría flaug frá Suðurskautslandinu til Íslands til að verpa, á sama stað og hún hefur orpið í 20 ár en komst svo að því að varpsvæði hennar hefur verið breytt í bílastæði. Krían getur ekki notað svæðið lengur til að verpa og ala upp unga sína. Öll góðu varpsvæðin í kringum hana eru upptekin. Hvernig hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta? ¾ Fílahjörð í Afríku kemst ekki leiðar sinnar að vatnsbólinu því það er komin hraðbraut þvert á farleiðina. Hvað er hægt að gera til hjálpa fílunum að komast yfir hraðbrautina (fyrst ekki var hægt að stöðva gerð hennar)? ¾ Birkiskógar á Íslandi hurfu næstum því með komu mannsins. Af hverju eru birkiskógar mikilvægir á Íslandi og hvaða lífverur búa í birkiskógum? Eru allir birkiskógar á Íslandi eins? (Vísbending: breytileiki milli tegunda og vistkerfa). Hvaða vistheimtaraðgerðir er hægt að fara í til að bjarga birkiskógum Íslands?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=