Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 50 Frásögn 7. Ísland og regnskógarnir Byrjið þetta verkefni á að horfa á þátt Kveiks um pálmaolíu. Regnskógar heimsins eru í mikilli hættu. Þegar skógurinn er tekinn þá tapast líka allar aðrar lífverur sem búa í skóginum. Bæði vill fólk kaupa trén sjálf sem seld eru sem timbur og húsgögn, m.a. á Íslandi og svo vill fólk líka nota landið sem regnskógurinn var á. Það land er notað í framleiðslu á matvælum og undir mannvirki. Á Íslandi er mikið af mat og húsgögnum sem kemur af svæði sem áður var regnskógur. Á Vísindavefnum eru fjölmargar greinar um regnskóga. Veljið ykkur málefni sem tengist regnskógum, finnið heimildir, skoðið myndir og myndbönd og segið frá eins og þið viljið. Hér eru nokkrar hugmyndir og vangaveltur sem þið getið skoðað. ¾ Af hverju eru regnskógar í hættu og af hverju ættum við á Íslandi að hafa áhyggjur af eyðingu regnskóga? Finnið upplýsingar um m.a. framleiðslu á kjöti, pálmaolíu og soja á svæðum þar sem áður var regnskógur. Finnið upplýsingar um ólöglega timburframleiðslu þar sem tré úr vernduðum regnskógum eru höggvin og notuð í parket, húsgögn, hljóðfæri og fleira. Skoðið efni sem tengist „tropical timber“ eða „hardwood rainforest“ eða „rosewood trade“ ¾ Er hægt að endurheimta regnskóg sem er horfinn? Finnið út hvaða vistheimtaraðgerðir gætu hentað við endurheimt regnskóga. ¾ Órangútan apar finnast eingöngu í regnskógum Súmötru og Borneó í Suðaustur Asíu. Hvað verður um órangútan apana þegar búsvæði þeirra eru eyðilögð m.a. vegna framleiðslu á pálmaolíu? Geta aparnir farið eitthvað annað? ¾ Hvað getum við Íslendingar gert til að hjálpa regnskógum og lífríki þeirra?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=