Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 43 2. Listin að segja frá „Ef þú vilt að leiðtogar hlusti á þig, segðu þeim þá sögur.” -Jane Goodall Við mannfólkið höfum sagt hvert öðru sögur í þúsundir ára. Allar sögur hafa söguþráð og atburðarás og þær geta verið á ólíku formi; rituðu máli, myndir, dans, myndbönd, ljóð og fleira. Sögur geta verið góð leið til að koma upplýsingum á framfæri því fólk sem fær upplýsingar í gegnum sögu á auðvelt með að tengja við og muna efnið. Góð saga þarf þó að hafa ákveðna uppbyggingu til að halda athygli hlustandans. Byrjið á því að lesa kaflann Lesið í náttúruna. Val á málefni. Veljið málefni sem þið hafið áhuga á sem tengist vistheimt, náttúruvernd, lífbreytileika eða loftslagsmálum. Í þessum kafla eru 14 frásagnaverkefni og í hverju verkefni eru margar kveikjur og hugmyndir að sögum, vonandi finnið þið eitthvað sem kveikir áhuga. Það má að sjálfsögðu taka fleiri málefni fyrir en hér eru nefnd. Taka má eina hugmynd og kafa ofan í hana eða velja fleiri hugmyndir. Einnig má stækka verkefnið með því að vinna saman í litlum hópum. Heimildaleit. Til að geta byggt upp frásagnir þurfið þið að leita að heimildum. Lykilatriði er að lesa allt efni með gagnrýnu hugarfari. Hafið líka í huga að þær upplýsingar sem til eru í dag, geta breyst á morgun. Sögurnar þurfa allar að byggja á vísindalegum grunni og vitna þarf í áreiðanlegar heimildir. Skapandi skil. Þið ákveðið sjálf hvernig þið segið frá og skilið af ykkur verkefninu (skapandi skil). Þetta getur verið stuttur pistill eða ritgerð sem er lesin upp, glærusýning, bréf eða grein í blað, myndband, hlaðvarp, leikverk eða gjörningur. Hafðu áhrif. Þið getið tekið til aðgerða og haft áhrif með því að deila efninu á samfélagsmiðla ykkar og skólans, senda á fjölmiðla og kynna út fyrir skólann. Ef áhugi er fyrir hendi má taka þetta frásagnaverkefni enn lengra og gera úr því frétt og setja í þannig búning að það henti fyrir keppnina Ungt umhverfisfréttafólk. Hver eru einkenni falsfrétta og hvernig er hægt að þekkja þær frá raunverulegum fréttum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=