Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 36 Endurheimt birkiskóga Þegar landnemarnir komu til Íslands á níundu öld var stór hluti landsins vaxinn birkiskógi en í dag þekja birkiskógar einungis 1,5% landsins. Meginástæðan fyrir því að við höfum tapað næstum öllum birkiskógunum okkar er ósjálfbær landnýting í gegnum aldirnar, m.a. skógarhögg, kolagerð og ofbeit. Áður en maðurinn kom til Íslands þoldu birkiskógarnir ágætlega erfitt veðurfarið og stór eldgos. Skógur er nefnilega það gróðursamfélag sem þolir hvað best öskufall og algengt er að birkiskógar séu nálægt virkum eldfjöllum. Til dæmis finnast enn skógar í nágrenni Heklu. Þegar byggð í Þjórsárdal, þar á meðal bærinn Stöng, fór svo að segja öll í eyði eftir Heklugosið árið 1104 (stærsta gos í Heklu á sögulegum tíma) lifðu skógarnir það af. Hekla hélt áfram að gjósa nokkuð reglulega í gegnum aldirnar og fólk af Suðurlandi hélt áfram að nýta sér skóginn en skógarnir í Þjórsárdal hurfu svo alveg á átjándu öld. Eftir að skógarnir hurfu jókst uppblástur og gróður- og jarðvegseyðingin á svæðinu. Endurheimt birkiskóganna í Þórsmörk er eitt best heppnaðasta dæmi um vistheimt á Íslandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=