Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 31 Samspil náttúruafla, viðkvæmrar náttúru, ofnýtingar og landnýtingar getur rústað vistkerfum. Frostlyfting Frost hefur mótað náttúru Íslands mjög mikið. Þegar vatn frýs þenst það út (eins og þið sjáið ef þið frystið vatn og búið til ísmola). Þegar vatn frýs ofan í jarðvegi sem hefur lítinn gróður, myndast ísnálar sem lyfta moldinni upp. Þetta kallast frostlyfting. Plöntur sem hafa náð að spíra og vaxa í svona moldarflagi yfir sumarið, þola frostlyftingu mjög illa og oft slitna hreinlega ræturnar. Frostnálar myndast ekki í vistkerfum í góðu ástandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=