| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 30 Gróður- og jarðvegseyðing Landnýting Allt frá því víkingar og annað landnámsfólk kom til Íslands hefur maðurinn haft mikil áhrif á vistkerfi landsins. Það er í raun ekkert óeðlilegt við það enda var fólk hér áður fyrr einfaldlega að reyna að lifa af í erfiðum aðstæðum og nýta sér landið og allar þær auðlindir sem voru í boði. En í gegnum aldirnar hefur ástand vistkerfanna versnað mjög og sum þeirra eru nú í mjög slæmu ástandi og jafnvel orðin að auðnum vegna ósjálfbærrar landnýtingar. Dæmi um ósjálfbæra landnýtingu á Íslandi eru m.a. ósjálfbær beit og framræsla votlendis þar sem mýri er þurrkuð upp með skurðum. Traðk, utanvegaakstur, vegaframkvæmdir og mannvirkjagerð getur einnig haft neikvæð áhrif á vistkerfi. Lög um landgræðslu segja fyrir um að landnýting skuli vera sjálfbær þannig að ekki sé gengið á auðlindir þess og þær endurheimtar eins og unnt er. Einnig kemur þar fram að sjálfbær landnýting tekur mið af ástandi landsins og stuðlar að viðgangi og virkni vistkerfa.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=