Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 29 Hringrás kolefnis og súrefnis Ljóstillífun súrefni sólarorka vatn (H2O) koltvíoxíð (CO2) sykur Kolefni (C) er mikilvægt frumefni sem finnst í öllum lífverum og votlendi og skógar eru mikilvægar kolefnisgeymslur. Kolefni og súrefni (O) hreyfast um vistkerfin með hjálp sólarinnar. Plöntur og þörungar (og sumar bakteríur og frumdýr) geta nýtt sér sólarljós, koltvíoxíð (CO2) og vatn (H2O) til að búa til næringu (glúkósa) og súrefni. Þetta ferli kallast ljóstillífun. Því súrefni sem myndast getum við mannfólkið og önnur dýr andað að okkur og svo öndum við frá okkur koltvíoxíði. Sjá meira um kolefni og CO2 í kaflanum Loftslagsváin. Annar hvor andardráttur þinn inniheldur súrefni frá plöntum á landi og hinn súrefni frá þörungum í hafinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=