Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 23 Lífið í sjónum fyrir iðnbyltingu Áður en maðurinn fór að brenna jarðefnaeldsneyti þá var CO2kerfi sjávarins í ákveðnu jafnvægi og meðalsýrustig sjávarins nokkuð stöðugt í yfir 20 milljón ár, um 8,2 á pH skalanum. Lífverur sjávar aðlöguðust þessu stöðuga umhverfi. Byggingarefni kalks eru kalsíum (Ca) og karbónat (CO3) og frá fornu fari hafa margir ólíkir hópar sjávarlífvera framleitt kalk úr þessum hráefnum í sjónum. Kóralrif urðu til, krabbar, samlokur, sniglar og krossfiskar svo fátt eitt sé nefnt. Kalkmyndandi lífverur nýta kalkið t.d. sem stoðgrind eða sér til varnar. Sjávarlífverur voru búnar að fá milljónir ára til að þróast og aðlagast í sínum vistkerfum og hópur lífvera hafði þróast í sjónum sem taka til sín kalk. Þessar kalkmyndandi lífverur, m.a. kuðungar, skeljar og ýmsir aðrir hryggleysingjar, nota kalkið til að mynda skeljar sínar og stoðgrindur. Hvað verður um það koltvíoxíð sem sjórinn tekur til sín? ? Horfðu á þetta myndband um hvernig skeljar myndast.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=