| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 22 Súrnun sjávar Sýrustig – pH skalinn Sýrustigi er oftast lýst með pH skalanum sem nær frá 0–14. Ef sýrustig vökva er 7 þá er vökvinn hlutlaus (hreint vatn). Ef sýrustigið er minna en 7 (eins og t.d. sítróna) þá er vökvinn súr. Og ef sýrustigið er meira en 7 (eins og t.d. sápa) þá er vökvinn basískur. Sjór er með sýrustig um 8 og er því í raun basískur. pH skalinn er lógaritmískur (eins og Richter skalinn fyrir jarðskjálfta) og öfugur. PH 6 er tíu sinnum súrara en pH 7. pH 7 er tíu sinnum súrara en pH 8. Þannig er lítil breyting á pH skalanummun meiri umhverfisbreyting en maður gerir sér grein fyrir í fyrstu. pH skali súrt hlutlaust basískt Banani Edik Magasýra Natríumhýdroxíð Saltsýra Sítróna Tómatur Epli Mjólk Vatn Blóð Matarsódi Sápa Brokkolí Klór Stíflueyðir Súrnun sjávar lýsir því að sjórinn er að verða súrari en sjórinn er samt ekki súr heldur basískur.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=