Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 11 Hvað er sjálfbærni? Sjálfbærni er eitt af þeim hugtökum sem geta verið svolítið loðin og erfitt að skilja. En þetta þarf þó ekki að vera svo flókið. Gefið ykkur að allt mannfólk vilji borða hollan og góðan mat á hverjum degi og búa í húsi með rafmagni og rennandi vatni. Það vill einnig hafa eitthvað um það að segja í hvernig samfélagi það lifir og hafa rétt til menntunar, heilbrigðiskerfis og annarrar grunnþjónustu. Jörðin býr yfir auðlindum sem mannfólkið þarf á að halda til að lifa, svo sem hreinu vatni, fersku lofti og fæðu. Jörðin býr einnig yfir auðlindum sem eru nýttar sem hráefni í iðnaði og framleiðslu. Sjálfbærni er það þegar allt mannfólk getur lifað góðu, mannsæmandi lífi án þess að skemma Jörðina (ganga of nærri auðlindum Jarðar). Ósjálfbærni er hins vegar þegar mannfólkið tekur meira en Jörðin okkar getur gefið. Horfið á þetta myndband um sjálfbæra þróun sem framleitt var af Félagi Sameinuðu Þjóðanna. ENGIN FÁTÆKT EKKERT HUNGUR SAMEINUÐUÞJÓÐANNA HEIMSMARKMIÐ HEILSA OG VELLÍÐAN MENNTUN FYRIR ALLA JAFNRÉTTI KYNJANNA HREINT VATN OG HREINLÆTISAÐSTAÐA SJÁLFBÆR ORKA GÓÐ ATVINNA OG HAGVÖXTUR NÝSKÖPUN OG UPPBYGGING AUKINN JÖFNUÐUR ÁBYRG NEYSLA OG FRAMLEIÐSLA AÐGERÐIR Í LOFTSLAGSMÁLUM LÍF Í VATNI LÍF Á LANDI SJÁLFBÆRARBORGIR OG SAMFÉLÖG FRIÐUR OG RÉTTLÆTI SAMVINNA UM MARKMIÐIN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=