Næsta stig - Kennsluleiðbeiningar

9 NÆSTA STIG – Nýsköpun og frumkvöðlafræði fyrir 7.–10. bekk 40157 Útvarpsbíllinn • Vinnið saman tvö og tvö. • Annar er fjarstýrður bíll en hinn er fjarstýringin. • Sá sem er bíllinn er með lokuð augu en hinn sem er fjarstýring gefur merki sem fjarstýrði bíllinn á að fara eftir. • Það er mikilvægt að vera eins fljótur og hægt er að bregðast við. Merkin: GÓ = Farðu áfram SAP = Hoppaðu aftur á bak eins hátt og þú getur HÚ = Breyttu um stefnu HOSSA = Vertu eins og súmókappi og segðu „hossa“ HÓ = Stattu kyrr Finnið sjálf upp á fleiri merkjum. HINK = Stattu kyrr á öðrum fæti Markmið: Þessi æfing þjálfar nemendur í að vinna saman og byggja upp traust. Skutla • Nemendur vinna í hópum að því að búa til pappírsskutlu sem á að taka þátt í tvenns konar keppni: • Hvaða skutla flýgur lengst og hvaða skutla helst lengst á lofti. • Auk þess er hægt að bæta við og láta hópana gera kennimerki og slagorð fyrir „flugfélagið“ sitt og skreyta skutlurnar. Markmið: Nemendur þjálfast í að búa til frumgerð með því að gera tilraunir/ prufa sig áfram og hanna pappírsskutlu. Textafókus Í þessu dæmi eru fjögur lið en hægt er að hafa eitt lið eða fleiri að vild. Búið er að skipta í lið áður en nemendur mæta. Reglurnar eru útskýrðar fyrir liðunum sem fara hvert í sína stofu/rými með blað og blýant. Nú fær einn úr hverju liði að koma inn og lesa texta. Lesarinn fer svo til baka í sinn hóp og segir ritara frá því sem hann las og ritarinn skrifar niður textann. Nemendur skiptast á að vera lesari

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=