Næsta stig - Kennsluleiðbeiningar
Uppfinning (með nafnorðum) • Standið á fætur. • Finndu einhvern sem er með aðra hársídd en þú og parið ykkur saman. • Hver og einn fær blað eða fimm gula miða og penna og skrifar fimm nafnorð. • Parið orðin tvö sem þið skrifuðuð fyrst og komið í sameiningu fram með hugmynd að uppfinningu út frá þessum tveimur orðum. • Þegar þið eruð búin finnið þið nýjan félaga sem er á lausu (látið vita með því að rétta upp höndina) og takið næsta orð í bunkanum. Markmið: Hér reynir á ímyndunarafl nemenda um leið og þeir æfa sig í að útskýra mikilvægi hugmynda sinna undir pressu. Hlutir hittast • Standið á fætur. • Hver og einn tekur hlut úr HLUTAKASSANUM (þú kemur með kassa með alls konar hlutum og setur hann á gólfið). • Finndu einhvern sem hefur svipaða rödd og þú og parið ykkur saman. • Sýnið hvort öðru hlutinn sem þið tókuð úr kassanum og kastið fram hugmynd til skiptis um það hvernig hægt er að gera hlutinn betri. Það má gjarnan hjálpast að. Markmið: Æfingarnar þjálfa nemendur í að hugsa hlutina á marga vegu og æfa þar með hæfileikann til að sjá nýja möguleika. Hossa • Nemendur standa í þyrpingu úti á gólfi með hnén lítillega bogin. • Allir setja sig í stellingu eins og súmóglímukappar – með kreppta hnefa og handleggina sveigða fyrir framan sig. • Kennarinn hoppar fram á við og kallar hátt og hvellt „hossa“. • Nemendur kalla hossa og hoppa eins og kennarinn. • Byrjið með því að fara eftir ákveðinni röð og síðan handahófskennt. • Þegar nemendurnir eru komnir upp að vegg er þeim sagt að fara aftur til baka. Byrjið aftur frá byrjun. • Einnig er hægt að hoppa í hring. Markmið: Þessi æfing getur verið góð til að hressa bekkinn við og auka orku.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=