Næsta stig - Kennsluleiðbeiningar

7 NÆSTA STIG – Nýsköpun og frumkvöðlafræði fyrir 7.–10. bekk 40157 Dularfulli skógurinn • Standið á fætur. • Finndu einhvern með sama háralit og þú og parið ykkur saman. • Þið hafið villst í skógi þar sem ALLT getur gerst. • Annar byrjar með því að segja: „Sjáðu, þarna er stígur sem við skulum fylgja“ og svo spyr hann félaga sinn „Hvað gerist svo?“ • Skiptist á að segja frá hvað gerist og endið alltaf á að spyrja hinn „Hvað gerist svo?“ • Sá sem er í dekkri fötum byrjar. Markmið: Hér þjálfa nemendur margbreytilega hugsun um leið og þeir byggja hver á hugmyndum annars. Nafnorð hittast • Standið á fætur. • Finndu einhvern sem er í eins litum buxum og þú og parið ykkur saman. • Hver og einn fær blað eða fimm gula miða og penna og skrifar fimm nafnorð. • Báðir taka nafnorð úr bunkanum og setja þau saman í eitt samsett orð og útskýra fyrir hinum hvað þau merkja, t.d. hvað er „stól-köttur“? • Þegar þið eruð búin finnið þið nýjan félaga sem er á lausu (látið vita með því að rétta upp höndina) og takið næsta orð í bunkanum. Markmið: Hér þjálfa nemendur ímyndunaraflið um leið og þeir æfa sig í að útskýra hugmyndir sínar í stuttu og hnitmiðuðu máli undir pressu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=