Næsta stig - Kennsluleiðbeiningar
Æfingar Dagurinn í dag • Standið á fætur. • Paraðu þig saman við einhvern sem er í eins litri peysu. • Segðu félaga þínum frá því sem þú hefur gert í dag alveg frá því þú opnaðir augun og þar til núna (má gera aftur á bak). • Sá sem er í dekkri buxum byrjar. Markmið: Þessi æfing á að hjálpa okkur að hugsa á annan hátt en venjulega með því að brjóta upp gamlar venjur og hugsanagang. Skipuleggið frí • Standið á fætur. • Finndu einhvern sem notar sama skónúmer og þú og parið ykkur saman. • Allir fá hugmyndakort í hendurnar (mörg orð og myndir fyrir hvern og einn). • Ef einhver kíkir á kort á hann að skipta og fá kort frá hinum. • Skipuleggið frí saman með því að nota kortin til að fá hugmyndir, eina í einu. • Svaraðu öllum hugmyndum félagans um fríið með „Já, og ...“ • Sá sem er með lengri fótleggi byrjar. Markmið: Þessi æfing þjálfar nemendur í að sjá marga möguleika (margbreytileg hugsun), nota röksemdafærslu og aðlaga sig nýjum hugmyndum sem félaginn kemur með.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=