Næsta stig - Kennsluleiðbeiningar

53 NÆSTA STIG – Nýsköpun og frumkvöðlafræði fyrir 7.–10. bekk 40157 • Kostir og gallar: Það ermikilvægt fyrir nemendur að þeir reyni að vera gagnrýnir og raunhæfir um leið og þeir koma auga á ný tækifæri og aðlaga hugmyndina. Þessar spurningar geta hjálpað: – Er þetta alveg ný hugmynd sem ekki hefur sést áður? – Er einhver að búa til eitthvað viðlíka? – Hvað getum við gert til að aðgreina okkur frá öðrum? – Hvað er einstakt við hugmynd nemendanna? • Tengslanet: Nemendur geta notað tengslanet sitt til að fá viðbrögð og athugasemdir sem þeir geta notað til að þróa hugmynd sína frekar. • Fjármál: Nemendur eiga að setja saman einfalda fjárhagsáætlun og bókhald fyrir fyrirtækið sitt. – Hvernig munu þeir hafa tekjur af hugmyndinni? – Hvað kostar að þróa hugmyndina? – Hvernig á að framleiða vöruna/hugmyndina? – Hvaða efni og tæki þarf að nota? – Hvert er verðið? • Markaðssetning og vörumerki: Hér eiga nemendur að íhuga hvernig ætlunin er að markhópurinn nálgist vöruna. Skilaboðin sem á að koma á framfæri ættu að vera gegnumgangandi í öllu því sem gert er, sérstaklega í markaðssetningu og vörumerkjum. Þetta þýðir að vörumerkið, heimasíða, bæklingar, verð, framleiðsla o.s.frv. á allt að vera einkennandi fyrir fyrirtækið. Mikilvægast hér er að gera sér grein fyrir því hvernig viðskiptavinirnir eiga að komast í kynni við vöru nemendanna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=