Næsta stig - Kennsluleiðbeiningar

4. STIG, ÞRÓUNARSTIG – FRAMKVÆMDU HUGMYNDINA Á þessu stigi þarf að framkvæma. Hér koma nemendur hugmyndinni á framfæri og láta hana sanna gildi sitt fyrir markhópinn. Þess vegna ættu nemendurnir að nota það sem þeir lærðu á Sköpunar- og rannsóknarstiginu til að gera hugmyndina skýrari. Þetta krefst þess að nemendur vinni saman að því að skipuleggja mismunandi aðgerðir sem þarf að framkvæma til þess að fullklára hugmyndina þannig að hægt verði að kynna hana, en það er lokamarkmiðið á þessu stigi. Á þróunarstiginu verður því að einbeita sér að samningum, stefnumótun, gerð fjárhagsá- ætlunar og því að nýta tengslanet nemenda svo áætlanir gangi eftir. Þessu verður að skila í áþreifanlegri áætlun sem hjálpar til við að skýra hvaða markmið og sýn nemendur hafa með hugmynd sinni. Auk þess er slík áætlun tæki til að stýra hópnum í sömu átt. Til að byrja þetta stig geta nemendur ígrundað eftirfarandi: • Þörf: Það er mikilvægt að hugmynd nemenda leysi vandamál og uppfylli þar með þörf. Þess vegna geta nemendur spurt eftirfarandi spurninga: – Hvaða vandamál erum við að leysa? – Hvaða þörf erum við að uppfylla? – Er þetta raunveruleg þörf? • Markhópur: Hugmynd nemenda uppfyllir ekki þörf alls heimsins. Því er mjög mikilvægt aðnemendur átti sigáogafmarki fyrir hverja hugmyndin er ætluð. Þess vegna geta þeir spurt þessara spurninga: – Hverjir eru það sem telja þetta vera vandamál? – Hver er dæmigerði einstaklingurinn sem upplifir þetta vandamál? – Hefur hann einhver sérstök einkenni?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=