Næsta stig - Kennsluleiðbeiningar

5 NÆSTA STIG – Nýsköpun og frumkvöðlafræði fyrir 7.–10. bekk 40157 Góður upphafsreitur Til að tryggja góðan árangur í ferlinu er nauðsynlegt að fara vel í hlutina frá byrjun og þetta á sérstaklega við þegar umer að ræða skapandi ferli. Það er ólíkt öðru ferli því það er flæðandi og hvorki þú né nemendurnir vita í upphafi hver niðurstaðan verður. Þess vegna er góð hugmynd að kynna sér skapandi ferli áður en farið er af stað. Þessi hluti byrjar því á upphitunaræfingum sem auka hæfni nemenda í samvinnu og skapandi hugsun svo þeir geri sér betur grein fyrir því hvernig slík vinna fer fram er áður en byrjað er á ferlinu sjálfu. Markmiðiðmeðæfingunumer að koma þátttakendum í rétta gírinn, bæði líkamlega og andlega, þannig að það verði auðveldara fyrir þá að nota þekkingu sína í skapandi ferli. Æfingarnar byggja á fjórum meginreglum: • Allir tileinka sér sömu hugsun og háttalag (samsíða hugsun – byggir á að unnið sé að einu verkefni í einu). • Ávallt skal halda einbeitingunni á verkefninu (verkefnafókus). • Enginn upplifir það að vera dæmdur. • Hvatning til að nota alls kyns þekkingu (marghliða hugsun, þ.e. að nota þekkingu á einu sviði til að leysa vandamál á öðru eða blanda þeirri þekkingu við aðra hluta af reynsluheimi sínum).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=