Næsta stig - Kennsluleiðbeiningar
47 NÆSTA STIG – Nýsköpun og frumkvöðlafræði fyrir 7.–10. bekk 40157 Æfingar Einstaklingsfrumgerð Hver nemandi fær blað og blýant og er beðinn um að teikna upp hugmynd hópsins. Gefið nemendum 5-15 mínútur til að teikna frumgerðina. Þegar þeir eru búnir fara þeir í hópana sína og kynna fyrir hinum það sem þeir höfðu í huga þegar þeir teiknuðu frumgerðina. Hér er mikilvægt að þeir geri grein fyrir því hvers vegna þeir fóru þá leið sem þeir völdu. Hópfrumgerð Nemendur fá í hendur allskyns efni til að vinnameð. Þeir geta notað allt frá tómumplastflöskum til dagblaða; aðeins ímyndunaraflið setur takmörk. Gefið nemendum30-60mínútur til að vinna að frumgerðinni semá að lýsa hugmyndinni þeirra. Þegar þeir eru búnir safnast bekkurinn saman þar sem hóparnir kynna sína frumgerð og segja frá ferlinu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=